top of page

Fyrirtæki

Þriðja Starfamessan var haldin þann 10.apríl 2019 og voru að þessu sinni um 50 náms- og starfsleiðir í iðn-, verk- og tæknigreinum verið kynntar fyrir nemendum 9. og 10. bekk grunnskólanna og 1. og 2. bekk framhaldsskólanna á Suðurlandi. Hugmyndafræðin sem unnið er með gengur út á að nemendurnir hitti bæði forsvarmenn starfsgreinanna sem og aðstandendur námsins á bak við þær greinar. Þannig öðlast þeir innsýn í ferlið  allt frá námi og inn í fyrirtækin sem þar sem störfin eru unnin.

Til þess að svona verkefni gangi upp skiptir öllu máli að fyrirtækin á Suðurlandi taki þátt. Það hefur verið gæfa þessa verkefnis hversu viljug til þátttöku sunnlensk fyrirtæki hafa verið enda sjá fram á að sú vinna hefur verið að skila sér í ríkari nýliðun og meiri þátttöku ungra Sunnlendinga í verklegum greinum.

Eins og áður hefur komið fram var ákveðið að hafa Starfamessuna eingöngu í nýju verknámshúsi Hamars. Var það gert vegna ákalls kynnenda frá síðustu messu um að geta verið í „sínu rétta umhverfi“ þar sem því væri við komið, þ.e. að rafmagnsfyrirtækin stilltu sér upp inni í því rými sem rafmagnsfræðin er kennd, byggingarfyrirtækin á smíðaverkstæðinu og svo framvegis. Það er mat skipuleggjenda að sú ákvörðun hafi verið rétt og nutu kynnendur sín upp til hópa vel í því umhverfi.

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsignar um verkefnið er bent á að hafa samband við Ingunni Jónsdóttur verkefnastjóra verkefnisins: ingunn@hfsu.is

Plants
bottom of page