Verkefnið Menntahvöt er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands sem hefur það að markmiði að hækka menntunarstig á svæðinu um 5% fyrir árið 2025.
Verkefninu er ætlað að hvetja til náms, meðal annars með því að koma á framfæri þeim námstækifærum sem í boði eru, með sérstaka áherslu á fjarnám og sveigjanlegt nám sem hægt er að stunda utan veggja hinna hefðbundnu menntastofnana, hvort sem um er að ræða framhaldsskóla- eða háskólanám og/eða almenn námskeið af ýmsu tagi.
Á Suðurlandi er í boði samfelld þjónusta við hvers konar sveigjanlegt nám, allt frá námsframboði simenntunarmiðstöðvanna (Fræðslunetsins og Visku), fjarnámi framhaldsskóla og sveigjanlegu námi háskóla. Prófaþjónusta fyrir fjarnema er í boði vítt og breitt um Suðurland, og námsver sömuleiðis.
Comentários