top of page
locatify_mynd.JPG
Á fyrri starfamessum hafa nemendur farið í gegnum rýmið með ratleik sem leiðir þá á milli
starfsgreina og námsleiða. Þessir ratleikir hafa hingað til verið í formi spurninga á blaði sem
nemendur hafa fengið hjá kennurunum sínum fyrir komuna á messuna og skilað þeim jafnframt til
þeirra aftur. Spurningarnar hafa þó alfarið verið samdar af aðstandendum messunnar með
upplýsingum frá kynnendum. Að þessu sinni var ákveðið að „uppfæra“ ratleikinn og var fyrirtækið
Locatify www.locatify.com fengið til samstarfs en það fyrirtæki sérhæfir sig í rafrænum ratleikjum.
Nemendur fengu því ratleik til niðurhals þegar þau mættu á svæðið og áttu að svara spurningum eða
vinna verkefni tengd öllum kynnendum á svæðinu. Fyrir verkefnin fengu þau stig og unnu stigahæstu
liðin til verðlauna í boði Atorku. Þessi nýjung gafst einstaklega vel eins og fram kemur í könnuninni,
og höfðu nemendur gagn og gaman af enda upp til hópa mjög tæknilæs og því handgegin slíku formi.
Meðfylgjandi myndir eru af vinningshöfum ratleiksins. 
bottom of page