top of page

Skólar

Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal sunnlenskra fyrirtækja, eftir nám í verk-, tækni- og iðngreinum. Á messunni sameinast fyrirtæki og skólar um að kynna sig og sínar náms- og atvinnugreinar á líflegan og spennandi hátt.

Áðurnefndar greinar hafa átt undir högg að sækja sökum lélegrar þátttöku ungs fólks og svo virðist sem ein ástæðan sé þekkingarleysi á því hvað felst í þessum störfum. Starfamessunni er ætlað að bæta úr því með því að búa til vettvang þar sem ungt fólk getur átt samtal við bæði nemendur og starfsfólk þessara greina og fengið þannig beint í æð, svör við þeim spurningum sem brenna á þeim.

Á messuna er öllum nemendum 9. og 10. bekk grunnskólanna og 1. og 2. bekk framhaldsskólanna á Suðurlandi boðið að koma og eiða deginum við að kynna sér hversu fjölbreytt starfaflóra býðst nemendum sem ljúka verk-, tækni- eða iðnnámi.

Til þess að nemendur nái að heimsækja sem flesta kynnendur hafa þeir þurft að fylgja ákveðnum ratleik sem felur í sér að svara spurningum um ólíkar greinar messunnar.

Fyrir starfamessuna 2019 var ákveðið að „uppfæra“ ratleikinn og var fyrirtækið Locatify fengið til samstarfs en það fyrirtæki sérhæfir sig í rafrænum ratleikjum. Nemendur fengu því ratleik til niðurhals þegar þau mættu á svæðið og áttu að svara spurningum eða vinna verkefni tengd öllum kynnendum á svæðinu. Fyrir verkefnin fengu þau stig og unnu stigahæstu liðin til verðlauna í boði Atorku. Þessi nýjung gafst einstaklega vel eins og fram kemur í könnuninni, og höfðu nemendur gagn og gaman af enda upp til hópa mjög tæknilæs og því handgegin slíku formi.

 

Fyrir starfamessuna 2017 tóku nokkrir skólar þátt í stuttmyndakeppni þar sem hver þátttakandi átti að fjalla um eina starfsgrein - á sinn eigin hátt. Afrakstur þeirrar keppni má sjá hér

Cacti
bottom of page