top of page
Kynning á námi og störfum í iðn-,verk- og tæknigreinum á Suðurlandi
10.apríl 2019
Að þessu sinni fer Starfamessan eingöngu fram í Hamri / verknámshúsi FSu.
Nemendur mæta frá kl.10-14 og foreldrar og almenningur frá kl.14-16
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hvað er Starfamessa?
Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal sunnlenskra fyrirtækja, eftir nám í verk-, tækni- og iðngreinum.
Á messunni sameinast fyrirtæki og skólar um að kynna sig og sínar náms- og atvinnugreinar á líflegan og spennandi hátt.
Áðurnefndar greinar hafa átt undir högg að sækja sökum lélegrar þátttöku ungs fólks og svo virðist sem ein ástæðan sé þekkingarleysi á því hvað felst í þessum störfum. Starfamessunni er ætlað að bæta úr því með því að búa til vettvang þar sem ungt fólk getur átt samtal við bæði nemendur og starfsfólk þessara greina og fengið þannig beint í æð, svör við þeim spurningum sem brenna á þeim.
About
Starfamessan 2017
Play Video
Ef þú hefur einhverjar spurningar...
Contact
nemenda myndbönd
Myndir
bottom of page